07. september. 2007 01:25
Í undirbúningi er nokkuð sérstakt golfmót á golfvellinum Glanna í Norðurárdal. Þá er fyrirhugað að steðja í Norðurárdalinn öllum fyrrverandi og núverandi nemendum skólans á Bifröst og mökum þeirra. Mótið er skipulagt af Hollvinasamtökum Bifrastar og fer fram eins og áður segir á Glannavelli laugardaginn 15. september n.k. Skráning á mótið er á netfangið: golf@bifrost.is