Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2007 02:28

Skotlandsferð Vesturlandsskóga

Snemma í ágúst fór hópur á vegum Vesturlandskóga í kynnisferð um Skotland. Um var að ræða þátttakendur í námskeiðaröðinni “Grænni skógar á Vesturlandi”  ásamt mökum og starfsmönnum Vesturlandsskóga, samtals 36 manns auk fararstjórans Arnlínar Óladóttur. Markmið ferðarinnar var að kynnast skógrækt í Skotlandi. Skógræktarsaga þar í landi er að mörgu leyti lík sögu skógræktar á Íslandi. Landið var nánast skóglaust um aldamótin 1900, aðeins um 1% af landinu var skógi vaxið. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni var Skógrækt ríkisins stofnuð en Skotar gerðu sér þá grein fyrir því að slæmt var að vera skóglaus þjóð á stríðstímum. Nú þekur skógur um 17% Skotlands.

Skógrækt ríkisins hefur verið skipt upp annars vegar í fyrirtæki sem rekur skógana og hins vegar rannsóknar- og skipulagsstofnun sem meðal annars fer yfir skógræktaráætlanir, fylgist með framkvæmd þeirra og úthlutar styrkjum. Styrkir til nýskógræktar eru með ýmsu sniði, eftir því hverju er verið að planta og hvar.

 

Nánar verður greint frá ferðinni í Skessuhorni sem kemur út í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is