Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2007 01:15

Hornsteini ýtt úr vör

Á aðalfundi Sparisjóðs Mýrasýslu í mars sl. var tilkynnt um að stofnun nýs styrktarsjóðs sem fengið hefur nafnð Hornsteinninn. Stofnframlag í sjóðinn í fyrsta sinn var 50 milljónir króna, en stjórn SPM mun síðan á hverju ári ákveða framlög í sjóðinn og taka þau, að sögn Sigurðar Más Einarsson stjórnarformanns SPM, mið af afkomu sjóðsins. Sigurður Már er einnig stjórnarformaður Hornsteinsins. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að markmið Hornsteinsins væri að auka enn á framlög SPM til samfélagslegra verkefna á starfssvæði Sparisjóðs Mýrasýslu og láta íbúa og atvinnulíf þannig njóta þess að rekstrur SPM gengur vel og efnahagur hefur batnað til muna á sl. árum.

Sparisjóðurinn hefur reyndar víða komið við og látið gott af sér leiða og nægir þar að nefna stuðning við íþrótta- og félagsstörf ýmis konar og myndarlegan stuðning við stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar, svo eitthvað sé nefnt.

 

Sigurður gat þess að Menningarsjóður SPM, sem stofnaður var til minningar um Friðjón Sveinbjörnsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra, muni áfram starfa með óbreyttu sniði þrátt fyrir stofnun Hornsteinsins. “Hornsteinninn verður farvegur SPM til að styðja við stærri samfélagsleg verkefni á sviði félags- menningar- og athafnalífs á starfssvæðinu og hefur sem slíkur vítt hlutverk. Þá hefur sjóðurinn einnig heimild til að styðja rannsóknaverkefni t.d. á sviði náttúru- eða samfélagsfræða sem eru þá verkefni í samræmi við markmið sjóðsins,” sagði Sigurður Már.

 

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í sjóðinn og rennur frestur út þann 30. september nk. Hægt er að nálgast umsóknaeyðublöð á vef sjóðsins; www.spm.is Í stjórn Hornsteinsins eru þrír fulltrúar SPM. Auk Sigurðar Más eru það þeir Guðmundur Eiríksson og Bjarni Helgason. Borgarbyggð, eigandi alls stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu, tilnefndi einnig tvo fulltrúa í stjórn, en það eru þau Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigríður Björk Jónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is