09. september. 2007 12:42
Það var líf og fjör í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á fimmtudag var. Þá var 61 nýnemi busaður. Að sögn Gísla Vals Arnarsonar, formanns nemendafélags skólans, var margt til gamans gert við vígslu nýnemanna. “Við höfðum birgt alla glugga í skólanum. Þar voru nýnemar sprautaðir með málningu, krotað á þá og teiknað og svo fengu þeir ekki að nota stigana heldur urðu þeir að nota lyftuna. Það komast aðeins fimm manns í lyftuna í einu svo það tók busana langan tíma að komast sinn veg. Tveir nýnemar mættu ekki þannig að þeir verða að bíta í það súra epli að þjóna okkur eldri nemendum til borðs út þessa önn,” sagði Gísli Valur.