10. september. 2007 10:19
Þeir voru hressir strákarnir á Farsæli SH frá Grundarfirði á miðvikudaginn í liðinni viku er þeir voru mættir um borð og voru að gera klárt á togveiðar eftir langt sumarfrí. Brottför var fyrirhuguð daginn eftir. Líkt og aðrir bátar mega þeir nú veiða 30% minna á þessu kvótaári en því síðasta og voru sjómennirnar á Farsæli ekkert ánægðir með þá ákvörðum stjórnvalda. En menn verða víst að fara eftir lögum hinna háu herra sem stjórna þessu landi, þótt þær séu misvitrar, að mati sjómannanna. Farsælsmenn landa á fiskmarkaði og reyna með því að fá sem mest fyrir aflann.