Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 09:30

Söluaðilum tóbaks boðinn samningur

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku er rökstuddur grunur uppi um að verslunarfólk yngra en 18 ára selji á tilteknum stöðum tóbak. Slíkt er lögbrot sem getur jafnvel haft í för með sér að viðkomandi sölustaður verði sviptur tóbakssöluleyfi. Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs og forvarnamála á Akranesi segir í samtali við Skessuhorn að markvisst sé nú unnið að því að koma í veg fyrir að börn geti keypt tóbak og þá sé ekki síður mikilvægt að jafnaldrar þeirra, starfsfólk verslana, sé ekki að selja það.

“Við skrifuðum nýlega söluaðilum tóbaks hér á Akranesi bréf þar sem þeim er boðið að gera samning við bæjaryfirvöld í þeim tilgangi að berjast gegn því að börn geti fengið tóbak keypt. Í þessu bréfi erum við að kanna vilja þeirra til að gera einhvers konar samning sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til ungra neytenda og ná þannig tölum um reykingar ungmenna aftur niður í ásættanlegt horf,” segir Heiðrún. Hún segir að því miður hafi undanfarið borið á aukningu tóbaksnotkunar unglinga á Akranesi. “Kannanir sýna að um 14% nemenda í 10. bekk árið 2006 reyktu daglega á móti 4% árið 2005. Landsmeðaltalið var 13% árið 2006 á móti 10% árið 2005. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að snúa þróuninni við og köllum því nú eftir aðstoð verslunarfólks sérstaklega.”

 

Heiðrún segir að sömu rannsóknir sýni að reykingar meðað hafnfirskra unglinga hafi dregist hraðar saman en landsmeðaltalið. Í Hafnarfirði séu fjölmargir aðilar að berjast sameiginlega gegn tóbaksreykingum barna og unglinga og sé sú samstaða að skila árangri. Nefnir hún Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, félagsmiðstöðvar, foreldra, grunnskóla og forvarnafulltrúa sérstaklega, en auk þess standi margir sölustaðir saman að því að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til barna og minnka almenna neyslu þeirra á tóbaki meðal annars með samningi um framkvæmd tóbakskannanna. “Við ætlum okkur að skera upp herör gegn því að börn og unglingar geti nálgast tóbak og því fögnum við aðstoð Skessuhorns við að kynna vandamálið og skorum jafnframt á kaupmenn og söluaðila að taka höndum saman með okkur,” segir Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is