Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 12:10

Rússíbanar á vikuferð um Vesturland

Hljómsveitin Rússíbanarnir hyggur nú á viku tónleikaferð um Vesturland í þessari viku. Fyrstu tónleikarnir verða í dag en þeir síðustu á föstudaginn kemur. Hópurinn ætlar að leika í grunnskólum á vegum verkefnisins “Tónlist fyrir alla.” Þá heldur hljómsveitin almenna kvöldtónleika á svæðinu öll kvöld vikunnar. Á tónleikunum munu Rússíbanarnir leika efnisskrá sígildra tónverka í bland við ný íslensk verk og heimstónlist. Talsvert af efninu hefur áður komið út á geisladiskum en stór hluti er nýtt efni og útsetningar hópsins.  Hljómsveitina skipa Guðni Franzson, Tatu Kantomaa, Jón Steinþórsson, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock.

Eins og áður segir verða grunnskólatónleikar hljómsveitarinnar í þessari viku og heimsækir hún flestalla skólana á Snæfellsnesi, í Dölum og Borgarfirði. Þá verða kvöldtónleikar í sal tónlistarskólans í Stykkishólmi í kvöld, annaðkvöld í Grundarfjarðarkirkju, í Gilinu Ólafsvík á miðvikudagskvöld en síðustu kvöldtónleikarnir verða á Landnámssetrinu í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 13. september. Allir kvöldtónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is