Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 01:20

Mikil nýliðun í Björgunarfélagi Akraness

Góð aðsókn hefur verið á kynningarfundi fyrir unglinga sem Björgunarfélag Akraness hélt nýverið. Krökkum í 9. og 10. bekk er boðið að taka þátt í unglingastarfi félagsins og 16 og 17 ára unglingar geta tekið þátt í nýliðastarfi. Formlegir félagar geta menn gerst þegar 18 ára aldri er náð. Ásgeir Kristinsson formaður sagði í samtali við Skessuhorn að nokkur fjölgun væri í félaginu. Vel á annað hundrað manns taka þátt í starfi þess í hverjum mánuði í ýmsum hópum og deildum. „Það er mikil spenna fyrir unglingastarfinu og það er alltaf gaman að sjá krakka með mikla ævintýraþrá sem vilja takast á við svona hugsjónaríkt starf.“

Ásgeir segir að krakkarnir eigi von á skemmtilegu starfi í vetur. „Þau kynnast starfsemi félagsins og læra að takast á við náttúruna. Þau læra allt um útivist, hvernig á að klæða sig og fæða og rata um landið. Þá læra þau á sjóinn, hvort það sé há- eða lágfjara eða eitthvað allt annað og þau verða búin að míga í saltan sjó þegar yfir lýkur. Í næstu viku fara unglingarnir í heimsókn í Sæbjörgina og fá að kynnast nýju hlutverki Akraborgarinnar. Þar munu þau fá að reyna sig við ýmsar aðstæður í Björgunarskólanum sem þar er starfræktur.“

Mikilvægasti þáttur starfsemi félagsins er þjálfun og menntun að sögn formannsins. Ásgeir segir að það sé aðalstarf vetrarins, bæði í undirbúningsnámskeiðum og sérhæfðari násmskeiðum. „Í síðustu viku fóru t.d. fjórir félagar frá okkur á námskeið í straumvatnsbjörgun á Selfossi og fengu að takast á við Ölfusána. Það er gríðarlega mikilvægt að kunna rétt handtök þegar á hólminn er komið. Hjá okkur læra menn þau og geta síðan beitt þeim þegar á reynir. Við bjóðum upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega starfsemi og allir hafa gott af því að starfa í björgunarsveit.“

 

Ljósmynd er frá nýliðaþjálfun á sl. ári hjá félaginu. Sjá þessa mynd og myndarlegt myndasafn á vef Björgunarfélagsins: www.bjorgunarfelag.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is