Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 02:10

Leikskóli á Innnesi tilbúinn 2008

Leikskóli í landi Fögrubrekku á Innnesi í Hvalfjarðarsveit verður tilbúinn til innréttinga í lok október árið 2008. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir því að leikskólinn yrði tilbúinn nú í september 2007, en framkvæmdir við svæðið í heild sinni hafa dregist. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ýmsar ástæður væri fyrir drætti á framkvæmdum og að seinkunin væri í fullu samkomulagi allra aðila. Á sínum tíma keypti fyrirtækið Stafna á milli land af sautján aðiliðum og sameinaði marga hluta í einn, Krossland. Innri-Akraneshreppur gerði síðan samning við Stafna á milli um  byggingu 60 barna leikskóla m.a til þess að koma á móts við mikla fjölgun íbúa. Hvalfjarðarsveit yfirtók þær skuldbindingar við sameiningu hreppanna og Stafna á milli framseldi landið í sumar til JB byggingarfélags sem yfirtók allar skuldbindingar á svæðinu.

 

Einar segir að seinkunina megi að hluta til skýra með því að vinna við deiliskipulag á Krosslandi hafi dregist og engar deilur séu á milli aðila um málið. Nú sé staðfest að skólinn verði tilbúinn í október á næsta ári. „Þar verður pláss fyrir 60 börn sem er nokkuð umfram þörf ef miðað er við byggingarhraða á hverfinu. Við gætum þá boðið Akraneskaupstað einhver pláss ef þörf er á því, sem reyndar virðist ekki vera í augnablikinu. Það verður í það minnsta enginn skortur á leikskólaplássum í sveitarfélaginu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is