Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 02:10

Leikskóli á Innnesi tilbúinn 2008

Leikskóli í landi Fögrubrekku á Innnesi í Hvalfjarðarsveit verður tilbúinn til innréttinga í lok október árið 2008. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir því að leikskólinn yrði tilbúinn nú í september 2007, en framkvæmdir við svæðið í heild sinni hafa dregist. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ýmsar ástæður væri fyrir drætti á framkvæmdum og að seinkunin væri í fullu samkomulagi allra aðila. Á sínum tíma keypti fyrirtækið Stafna á milli land af sautján aðiliðum og sameinaði marga hluta í einn, Krossland. Innri-Akraneshreppur gerði síðan samning við Stafna á milli um  byggingu 60 barna leikskóla m.a til þess að koma á móts við mikla fjölgun íbúa. Hvalfjarðarsveit yfirtók þær skuldbindingar við sameiningu hreppanna og Stafna á milli framseldi landið í sumar til JB byggingarfélags sem yfirtók allar skuldbindingar á svæðinu.

 

Einar segir að seinkunina megi að hluta til skýra með því að vinna við deiliskipulag á Krosslandi hafi dregist og engar deilur séu á milli aðila um málið. Nú sé staðfest að skólinn verði tilbúinn í október á næsta ári. „Þar verður pláss fyrir 60 börn sem er nokkuð umfram þörf ef miðað er við byggingarhraða á hverfinu. Við gætum þá boðið Akraneskaupstað einhver pláss ef þörf er á því, sem reyndar virðist ekki vera í augnablikinu. Það verður í það minnsta enginn skortur á leikskólaplássum í sveitarfélaginu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is