Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2007 07:38

VLFA telur Akranesbæ mismuna eftir félagsaðild

Vilhálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sent bæjarráði Akraness bréf þar sem farið er fram á að launamismunur leiðbeinenda á leikskólum eftir stéttarfélögum sé leiðréttur. Vilhjálmur segir í samtali við Skessuhorn að samkvæmt nýlegum upplýsingum sem félagið hafi aflað sér þá gildi ekki sömu launakjör fyrir alla þá sem starfa sem leiðbeinendur á leikskólum. Kjörin væru 4% lakari hjá þeim leiðbeinendum sem eru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness en hjá þeim sem tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hann segir forsöguna vera þá að þegar Launanefnd sveitarfélaga ákvað að greiða starfsmönnum á leikskólum eingreiðslu í janúar árið 2006, hafi sveitarfélög fengið heimild til að fella allar yfirborganir niður. Það hafi fyrri meirihluti nýtt sér en núverandi meirihluti ekki og yfirborgarnir hafi komist aftur á.

Með því hafi aftur verið tekið upp 4% persónuálag sem var í samningum bæjarins við Starfsmannafélag Akraness. Það er hins vegar ekki í samningum við VLFA og félagsmenn þess fá álagið ekki greitt.

Vilhjálmur segist ekki í vafa um að þessu verði kippt í liðinn. „Bæjaryfirvöld hafa sýnt það að þeim er umhugað um kjör hinna lægst launuðu, m.a. með því að nýta sér ekki heimildir um að leggja yfirborganir á leikskólum af, sem við hjá VLFA fögnum mjög. Þar sem þetta er ekki hluti af samkomulagi Launanefndar sveitarfélaga heldur ákvörðun bæjaryfirvalda geta menn hæglega brugðist við og leiðrétt kjörin sem ég efast ekki um að menn geri. Ég er ekki í nokkrum vafa að það er ekki tilgangur bæjarstjórnar Akraness að mismuna starfsmönnum sínum þetta gróflega einungis vegna félagsaðildar.“

 

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að málið yrði tekið fyrir á næsta bæjarráðsfundi og Vilhjálmur boðaður á þann fund. Hann sagði að það væri bæjarráðs að taka ákvörðunina og það yrði gert á næsta fundi, hvort sem það yrði nú í vikunni eða þeirri næstu, en fundur fellur mögulega niður nú í vikunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is