Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2007 06:24

Glitnisútibúið flytur sig um set á Akranesi

Útibú Glitnis á Akranesi flutti í dag frá Kirkjubraut 40 í verslunar- og tónlistarhúsið að Dalbraut 1. Innréttingar útibúsins eiga að bæta nálgun viðskiptavina og starfsmanna auk þess sem rýmið er hannað til þess að geta skapast afslöppaða og þægilega stemningu innanhúss. Magnús Daníel Brandsson útibússtjóri segir hönnun húsnæðisins vera byltingu í bankaútibúum hér á landi. Með hinu nýja fyrirkomulagi verði betri nálgun við viðskiptavininn en vitaskuld byggist allt á starfsfólkinu sem fyrr. Umhverfið muni hinsvegar auðvelda því störfin.

Magnús segir þessa nálgun í innanhúsarkítektúr koma til með að verða í öllum útibúum Glitnis í framtíðinni en útibúið á Akranesi er annað í röðinni en hitt eru sjálfar höfuðstöðvarnar við Kirkjusand í Reykjavík. Hönnun rýmisins var í höndum breskra hönnuða og fullyrðir Magnús að þetta sé flottasta útibú landsins a.m.k. í augnablikinu.

 

Magnús segir að líf eigi að vera í húsinu. Miðsvæðis eru t.d. borð og stólar þar sem fólk getur setið, slakað á og drukkið kaffi eða vatn sem er á boðstólnum. Fólk geti komið og notað tölvu til þess að fara á netið eða bara setið á kaffibarnum. Hann segir starfsfólk síðan koma og sækja kúnnana í stað þess að kúnninn leiti starfsmennina uppi. Þetta miðrými er síðan með færanlegum flekum þannig að þar verður hægt að halda morgunfundi með starfsfólki auk þess sem flekarnir geti verið færðir til til þess að rýma fyrir tónleikahaldi eða öðrum viðburðum sem í boði verða. Annað sem er nýstárlegt við hönnunina er að fundaraðstaða bankans mun verða opin viðskiptavinum sem vantar slíka aðstöðu, t.d. einyrkjum í atvinnurekstri. Þeir geta hringt inn og fengið tíma í fundarherberginu, nýtt sér alla aðstöðu bankans og haldið sína fundi þar ótengt starfsemi bankans.

 

Magnús segir starfsfólk sitt vera mjög ánægt með nýtt vinnuumhverfi enda hafi aðstaðan á gamla staðnum verið farin að láta á sjá með sínum 16 ára gömlu innréttingum. Aðspurður um hvort bankinn verði ekki með einhver tilboð í tilefni af opnuninni, eins og t.d. vaxtalaus lán, hlær Magnús bara við en segir þó: „Jú, jú,” þótt blaðamanni gruni að nú skrökvi hann. Svo aftur sé snúið sér að alvörunni þá segir Magnús að í dag sé það orðið þannig að þótt bankar séu í samkeppni eru lán á svipuðum kjörum allsstaðar. Mikill hluti samkeppninnar sé farin að snúast um þjónustu og þetta sé ástæðan fyrir breyttu viðmóti hjá Glitni.

 

Glitnir á Akranesi verður með opnunarhátíð á föstudaginn, þann 14. september, og eru allir velkomnir að koma og þiggja veitingar í boði bankans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is