Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2007 09:28

Tvö stórvaxin fjós í byggingu

Um þessar mundir eru í byggingu eða undirbúningi tvö ný fjós á Vesturlandi af stærri gerðinni. Bæði eru fjósin ætluð fyrir 123 mjólkurkýr en gera má ráð fyrir að 600-700 þúsund lítra mjólkurkvóta þurfi á slík bú eigi á annað borð að vera til nægur kvóti fyrir framleiðslu í fullsetnum fjósunum. Búin sem um ræðir eru Þverholt á Mýrum, þar sem rekið hefur verið kúabú undanfarin ár, en hitt fjósið mun rísa á Refsstöðum í Hálsasveit en þar er nokkuð síðan kúabúskapur var síðast stundaður.  Jón Kjartansson, áður bóndi á Stóra Kroppi, keypti Refsstaði fyrir skömmu en áður hafði hann keypt jörðina Haukagil í Hvítarsíðu sem liggur að Refsstöðum, en með Hvítá á milli. Jón hefur þegar ræktað um 70 hektara af landi á Refsstöðum og þar af sáði hann í vor korni í rúmlega 30 hektara.

Þá hefur hann samið um að nýta svínaskít frá búinu á Hýrumel í sömu sveit og sagði hann slíkt samstarf bændanna koma sér vel fyrir sig, ekki síst þar sem hann væri að brjóta nýtt land og það fremur sendið.  “Ég samdi síðan um að nota sömu teikningar að fjósi hér á Refsstöðum og verið er að byggja eftir í Þverholtum. Framkvæmdir eru við það að hefjast hjá mér, en í Þverholtum eru framkvæmdir lengra á veg komnar. Ég hyggst reisa hér fjós fyrir 123 mjólkurkýr auk aðstöðu fyrir kálfa og ungneyti. Geldneyti mun ég síðan hafa á Haukagili og í eldri húsunum á Refsstöðum til að byrja með. Ef allt gengur eftir og veður hamlar ekki framkvæmdum geri ég ráð fyrir að fjósið verði fullbúið í mars á næsta ári,” sagði Jón í samtali við Skessuhorn.

 

Fjósið á Refsstöðum verður um 1100 fermetrar að flatarmáli, með legubásum, tveimur mjaltaþjónum og sjálfvirku fóðurkerfi. Það er hannað af Lárusi Péturssyni hjá Landstólpa en fyrirtæki hans annast einnig milligöngu um efni og innréttingar. Jón keypti nýlega tvö kúabú norður í Langadal. Þar tryggði hann sér bæði kvóta til framleiðslunnar og kýr. “Ef allt gengur eftir áætlun mun framleiðsla hefjast í nýja fjósinu fyrir vorið. Ég er mjög bjartsýnn á búskap sem þennan, enda um hentuga stærð á búi að ræða,” sagði Jón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is