Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2007 10:15

Snæfell sigraði Skallagrím í tvígang í æfingaleikjum

Vesturlandsliðin Snæfell og Skallagrímur mættust í tvígang í æfingaleikjum í körfuknattleik um helgina. Fyrri leikurinn fór fram á föstudag í Fjárhúsinu í Hólminum. Skallagrímur var betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum í leikhléi. Eftir það mættu heimamenn sterkir til leiks og unnu þriðja leihlutann með 20 stiga mun og þann fjórða einnig, með minni mun þó. Loktölur urðu 95-70 fyrir Snæfell. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells með 16 stig, Jón Ólafur Jónsson skoraði 15 stig og Atli Rafn Hreinsson tólf. Þeir Justin Shouse og Hlynur Bæringsson voru með ellefu stig hvor. Hjá Skallagrími var Milojica Zekovic, Zeko, stigahæstur með 14 stig, en hann kom til liðs við félagið daginn fyrir leik. Pétur Már Sigurðsson skoraði 13 stig og Hafþór Gunnarsson var með 11 stig.

Liðin mættust öðru sinni í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru þau jöfn 16-16 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skelltu Hólmarar í lás upp við körfuna og skoruðu Skallarnir ekki körfu í fimm mínútur. Snæfell náði við það forystu sem liðið hélt út allan leikinn, mestur var munurinn 23 stig. Lokatölur urðu 66-79 fyrir Snæfell. Pétur Már Sigurðsson átti góðan leik og var stigahæstur í liði heimamanna með 19 stig, Zeko var með níu stig og Óðinn Guðmundsson átta. Í liði Snæfells var Justin Shouse stigahæstur með 19 stig, Jón Ólafur Ólafsson var með tólf og Sigurður Þorvaldsson sjö stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is