11. september. 2007 01:10
Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna LÍÚ fyrir árið 2007. Allir félagar í LÍÚ koma til greina sem handhafar verðlaunanna. Umhverfisverðlaun LÍÚ eru hvatningarverðlaun til félagsmanna og hafa átta félög unnið til þeirra síðan 1999. Þau eru Grandi hf., Bergur-Huginn ehf., Haraldur Böðvarsson hf., Síldarvinnslan hf., ÚA hf., Eskja hf, Aðalbjörg sf. og Dala-Rafn hf. Matsferlið byggir á atriðum sem snúa að umhverfismálum og viðkomandi fyrirtæki, svo sem stefnumótun, almennum aðgerðum, vörnum gegn mengun, umgengni við auðlindina og öðrum þáttum sem skipta máli í umhverfisvernd. Frestur til tilnefningar er til 1. október nk. og verða verðlaunin afhent á aðalfundi LÍÚ 25. október.