Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 11:10

Hvönn hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts

Hvannarbeit hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn sem Matís, Matvælarannsóknir Íslands hefur gert á lömbum frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalabyggð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur samvinnuverkefni verið í gangi á vegum hjónanna í Ytri-Fagradal, Búnaðarsamtaka Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort hvönnin hefði áhrif á kjötið á einhvern hátt, bæði bragð og aðra eiginleika þess. Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps hjá Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og –bragð í samanburði við lömb sem ganga í hefðbundu beitarlandi, en þau höfðu hið hefðbundna lambakjötsbragð. Stefnt er að frekari rannsóknum á þessu sviði á næstu misserum.

Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands sagði í samtali við Skessuhorn í gær að þarna væri sannarlega um nýjan kost að ræða í lambakjötsflórunni. Fróðlegt yrði einnig að skoða hvort hvönnin væri áhugaverð beitarjurt því að greinilegt væri að lömbin sæktu í plöntuna. Næsta ár yrði þá hugað að því að beita á hvönn á landi vegna þess að því fylgdi töluverð fyrirhöfn að flytja lömbin út í eyjar. „Þessi tilraun getur verið lykillinn að menningartengdri ferðaþjónustu fyrir þetta svæði og bændur í Ytri-Fagradal.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is