Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 07:43

Bleikir kleinuhringir í Bíóhöllinni

Bíóhöllin á Akranesi hóf störf á ný fyrir skemmstu eftir gott hlé. Starfsemin er komin á fullt skrið og búast má við fjölbreyttum viðburðum í vetur. Í tilefni af sýningu myndarinnar Simpson the movie um helgina var bryddað upp á skemmtilegri nýjung og boðið upp á bleika kleinuhringi í anda myndarinnar. Ingþór Bergmann, sem stendur að rekstri Bíóhallarinnar ásamt Ísólfi Haraldssyni, segir í samtali við Skessuhorn að þeir félagar viti nokkuð út í hvað þeir eru að fara. „Við rennum ekki beinlínis blint í sjóinn með aðsókn og viðburði því við teljum okkur vita nokkuð vel hvað fólkið vill. Skagamenn vilja metnaðarfulla og góða viðburði og það er það sem við komum til með að stíla inn á. Það er ekki hægt að taka marga sénsa í þessum bransa en við munum þó þreifa á einhverju nýju í vetur.“

Framundan eru viðburðir af ýmsun toga þ.á.m. tónleikar Dúndurfrétta í kvöld, en þetta er fjórða árið í röð sem Dúndurfréttir troða upp í Bíóhöllinni og hefur jafnan verið fullt út úr dyrum. Síðar í mánuðinum verður leikritið Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson sýnt í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar og þá má einnig nefna tónleika Stebba og Eyfa en þeir eru um þessar mundir á tónleikaferð um landið og munu koma hingað í kringum mánaðamótin. Bíóhöllin mun svo skipa stóran sess á Vökudögunum í byrjum nóvember en meðal efnis á þeim verða Ungir-gamlir sem er verkefni á vegum grunnskólana undir stjórn Flosa Einarssonar og að ógleymdum stórtónleikum Herradeildar P.Ó. 

 

Ingþór segir að einnig verði haldið úti reglubundnum bíósýningum og reynt verði eftir megni að sýna nýju myndirnar hverju sinni. Hann segir mikla samkeppni vera um slíkt á milli bíóhúsanna á landsbyggðinni. „Til þess að vera með nýjustu myndirnar hverju sinni þurfa Akurnesingar og nærsveitamenn að vera dugleigir að mæta því þeir sem dreifa myndum senda þær fyrst þangað sem aðsóknin er mest,“ segir Ingþór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is