Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 08:20

Silvía Nótt bar í sláturtíðinni

Sá óvenjulegi atburður átti sér stað hjá ungri Ólafsvíkurmær, Sigurborgu Kristínu Ólafsdóttur, að ær í hennar eigu bar vænu hrútlambi nú viku af september. Sigurborg sem er að hefja fjárbúskap með föður sínum, Ólafi Helga Ólafssyni, fékk þau óvæntu tíðindi að ærin hefði borið uppi í fjalli. Við þær fréttir fór hún að skoða lambið og veitti ærin henni góðfúslegt leyfi til að halda á því og klappa. Tók Sigurborg með sér brauð og gaf kindunum sem þarna voru saman komnar, sem þær og þáðu með þökkum, enda vanar góðu atlæti hjá Ólafi Helga bónda. Hann segir að enginn hafi búist við lambi á þessum tíma árs, enda er slíkt harla fátítt í sláturtíðinni.

Ærin, sem heitir Silvía Nótt, er ung að árum, en hefur greinilega gerst sek um náið vinfengi við hitt kynið einhverntíman snemma í vor. “Silvía Nótt er veturgömul ær og og hefur vafalaust ekki áttað sig á afleiðingum gjörða sinna,” sagði Ólafur og brosti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is