Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 10:25

Skólanefnd skipuð fyrir Toska

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt, að tillögu skólanefndar bæjarins, að skipa sérstaka skólanefnd fyrir Tónlistarskóla Akraness. Nú er málum þannig háttað að skólanefnd fjallar um málefni tónlistarskólans. Í samþykkt skólanefndar um málið segir að á þeim stóru tímamótum sem nú eru í starfi skólans, með flutningi í nýtt húsnæði, sé skynsamlegt að skipa sérstaka skólanefnd hans sem fari með fagleg og rekstrarleg málefni skólans. Hin nýja skólanefnd tónlistarskólans verður skipuð þremur fulltrúum Akraneskaupstaðar og einum áheyrnarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um leið fellur áheyrnarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í núverandi skólanefnd út. Bæjarráð fól bæjarritara og sviðsstjóra fræðslu,- tómstunda- og íþróttasviðs að gera tillögu að breytingu á  samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar vegna þessa.

Kennsla hófst í tónlistarskólanum þann 3. september. Alls eru nú innritaðir 332 nemendur í skólann auk um 100 nemenda í forskóla. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá var tveimur stöðugildum bætt við skólann frá og með haustinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is