12. september. 2007 11:09
Framleiðnisjóður auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar haustið 2007. Lögð er áhersla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar. Takmarkað fé er til ráðstöfunar í þessu skyni á haustmisseri. Umsóknum skal skilað fyrir 1. október n.k til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is