12. september. 2007 12:05
Íslenska U-21 árs landsliðið í knattpsyrnu gerði jafntefli við lið Belga á Akranesvelli í gær, 0-0. Þetta var þriðji leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins, en liðið gerði 2-2 jafntefli við Slóvakíu á föstudaginn var og tapaði 0-1 fyrir Kýpur á útivelli í ágúst. Liðið er nú í fjórða og næstneðsta sæti síns riðils með tvö stig. Næsti leikur er gegn Austurríki þann 16. október á Íslandi. Skagamaðurinn Heimir Einarsson lék allan leikinn í gær, en hann hefur leikið alla leiki liðsins í undankeppninni. Jón Vilhelm Ákason var einnig í hópnum en vermdi varamannabekkinn í gær.