Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 12:12

Enn eru viðbótarverk við Brekkubæjarskóla

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að ganga til samninga um viðbótarverk við klæðningu Brekkubæjarskóla. Þegar farið var að rífa klæðninguna af kom í ljós fúi í nokkrum gluggum sem ekki hafði sést áður vegna þess að klæðningin huldi hann. Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraness, sagði í samtali við Skessuhorn að ekki hefði verið vit í öðru en að skipta gluggunum út fyrst búið var að rífa klæðninguna af. Betri bær, sem sér um klæðninguna, tekur verkið að sér fyrir 500 þúsund krónur.

Líkt og Skessuhorn hefur greint frá hefur áður bæst við verkið, en við niðurrif á klæðningunni kom í ljós að mála þurfti alla glugga skólans þar sem klætt verður með álklæðningu. Einnig þurfti að skipta út nokkrum rúðum á suðurhlið eldri byggingarinnar vegna mikillar móðu á milli glerja. Við vinnu á þaki skólans kom einnig í ljós að þakjárn var orðið mjög laust og illa farið og þarf að skipta um það innan eins til tveggja ára. Betri bær tók það viðbótarverk einnig að sér fyrir 5,6 milljónir króna, en samningsverð var tæpar 50 milljónir. Verkið er því dýrara um 6,1 milljón króna frá upphaflegri áætlun vegna viðbótarverka sem ekki var hægt að sjá fyrir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is