Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 01:02

Faxaflóahafnir vilja samstarf um landkaup

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum í gær að leita samstarfs við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um möguleg kaup á landi ríkisins í Hvalfirði þar sem Nató hafði áður aðstöðu. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá hafa Ríkiskaup auglýst ríflega 18 hektara lands til sölu, ásamt eignum og skal skila tilboðum fyrir 18. október. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði í samtali við Skessuhorn að stjórnin hefði áhuga að skoða hvort mannvirkin og landsvæðið gæti ekki nýst fyrirtækinu með einhverjum hætti. Eðlilegt væri að leita samstarfs við sveitarfélagið þar sem ekki er fyrir hendi aðalskipulag um sérhæfða starfsemi á svæðinu. Hver sem kaupir svæðið þurfi því að vera í nánu sambandi við sveitarstjórn um þróun þess. „Við viljum taka upp viðræður við sveitarstjórn um sameiginlegt tilboð, en eigum eftir að ræða nánar um hvernig að því verður staðið,“ segir Gísli.

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar segir að þar á bæ hafi menn áhuga á því hvernig málin þróist og það skipti verulegu máli hver eignist landið. Hann tekur undir um mikilvægi samstarfs við sveitarfélagið vegna skipulagsvinnu sem eftir á að vinna á svæðinu. „Áhugi okkar byggist fyrst og fremst á því að skipulag vantar þarna. Svæðið hefur sögulegt gildi fyrir Hvalfjörðinn í heild sinni og við sjáum mýmörg tækiæfæri þarna. Þetta hefur áhrif á markaðsmöguleika t.d. varðandi ferðaþjónustu og við viljum því hafa hönd í bagga með þróunina.“

 

Hvalfjarðarsveit á hlut í Faxaflóahöfnum og er Hallfreður fulltrúi hennar í stjórn þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um samstarf við Faxaflóahafnir. „Það á eftir að taka ákvörðun þar um og tíminn verður að leiða í ljóst hvort sveitarfélagið hefur áhuga á samstarfi. Það er t.d. spurning hvort við þurfum að koma að þessu öðruvísi en sem eignaraðili að Faxaflóahöfnum. Um það verður tekin ákvörðun áður en tilboðsfrestur rennur út. Málið verður tekið upp á aukafundi sveitarstjórnar síðar í mánuðinum og aftur á fundi í byrjun október,“ segir Hallfreður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is