Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 08:16

Fjárflótti norður í Miðfjörð

Í Fljótstungurétt sl. laugardag
Í réttum í Vestur Húnavatnssýslu um helgina kom meira fram af borgfirsku fé en menn þar eiga að venjast. Heiðarlönd Húnvetninga og Borgfirðinga liggja saman á Arnarvatnsheiði en milli þeirra er nýleg og rammgerð sauðfjárveikivarnagirðing. Flest var féð úr Borgarfirði í Miðfjarðarrétt þar sem 53 kindur komu fram. Þetta er nokkur skaði fyrir bændur þar sem línubrjótum svokölluðum er umsvifalaust fargað í sláturhúsum til að koma í veg fyrir smithættu. Þó fá bændur einhverjar bætur fyrir fullorðið fé sem rýfur varnargirðngar. Í Hrútatungurétt reyndist fátt fé sunnan heiðar og því telja menn að einhverju hafi verið ábótavant í girðingarmálum innar á Arnarvatnsheiðinni. Ástand girðingar á Heiðinni er gott og telja menn að orsakir þess að fé sleppi í gegn geti verið að ferðamenn loki ekki hliðum eða að lág grunnvatnsstaða í vötnum á Arnarvatnsheiði geri það að verkum að girðingar út í þau nái ekki nógu langt svo fé komist í gegn.

Jón Eyjólfsson á Kópareykjum er formaður fjallskilanefndar. Hann sagði það vissulega skaða að missa fé með þessum hætti, því það væri jú ekki endilega sláturærnar sem fyrirkæmu sér með þessum hætti. “Svo var vöruskiptajöfnuðurinn okkur verulega óhagstæður því Húnvetningar áttu einungis 20 kindur í Fljótstungurétt sl. sunnudag.” Jón bætti því við, svona til gamans, að einnig hefði í Fljótstungurétt komið fyrir kind með tveimur lömbum úr Kolbeinsstaðarhreppi. “Hún var vafalaust þarna í góðri trú blessunin og haldið að sameiningin gilti fyrir sauðféð eins og okkur mannfólkið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is