Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 09:24

Gáfnafar vegið og metið í Útsvari

Á föstudaginn hefur göngu sína nýr spurningaþáttur í Ríkissjónvarpinu. Í þættinum, sem ber nafnið Útsvar, leiða fulltrúar frá 24 stærstu sveitarfélögum landsins saman hesta sína. Umsjónarmenn þáttarins eru þau Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, en dómari og höfundur spurninga er Ólafur Bjarni Guðnason. Það verða fulltrúar Hveragerðis og Kópavogs sem hefja leik á föstudag, en þrjú lið taka þátt í keppninni af Vesturlandi. Þann 23. nóvember mætir lið Snæfellsbæjar Garðbæingum. Lið Snæfellinga skipa þau Magnús Þór Jónsson skólastjóri, Rósa Erlendsdóttir kennari og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Viku síðar, þann 30. nóvember, mæta Skagamenn Hafnfirðingum í sjónvarpssal.

Lið Akraness er ekki enn komið algjörlega á hreint, því óvíst er hvort Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri, verði á landinu þennan dag. Auk hans skipa liðið þau Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og ofurbloggari og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir blaðamaður. Lið Borgarbyggðar etur kappi við Skagfirðinga þann 5. október, en það skipa þau Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri, Nanna Einarsdóttir nemi og Haukur Júlíusson jarðýtustjóri.

 

Sigmar Guðmundsson, annar umsjónarmanna, sagði í samtali við Skessuhorn að þátturinn ætti fyrst og fremst að vera skemmtilegur spurningaþáttur. Hann sagði að hörðustu Gettu betur nördum muni kannski finnast einhverjar spurningar léttar. Upplagið væri það að fólk heima stæði ekki á gati og gæti tekið virkan þátt í leiknum. Sigmar segir að allt sé klárt í slaginn, búið sé að hanna leikmyndina og taka æfingu þannig að allt eigi að ganga snurðulaust fyrir sig á föstudaginn.

 

Þegar spurningakeppni sveitarfélaga ber á góma leitar hugurinn ósjálfrátt til þátta Ómars Ragnarssonar með svipuðu sniði sem voru á dagskrá Rúv fyrir nokkru síðan. Sigmar segir að það sé alls ekki ætlunin að búa til eins þætti. „Við verðum ekki með skemmtiatriði frá hverjum stað, enga hagyrðinga eða neitt slíkt, eins og Ómar var með. Við erum samt ekkert að reyna að finna upp hjólið og munum votta Ómari virðingu með fyrirkomulagi bjölluspurninganna. Þar verða menn að hlaupa í bjölluna og við köllum hana Ómarsbjöllu. Fyrst og fremst vonum við að liðin verði skipuð skemmtilegu fólki sem fær að njóta sín í líflegri spurningakeppni.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is