Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 10:29

Kornuppskera með besta móti á Mýrunum

Unnsteinn S Jóhannsson, bóndi í Laxárholti á Mýrum hóf kornskurð 2. september síðastliðinn. Hann segir að uppskeran sé mjög góð í ár og akrarnir jafnframt góðir yfirferðar. Þrátt fyrir mikla þurrka í sumar segist Unnsteinn aldrei hafa fengið svo góða uppskeru áður, bæði af sendnu landi sem mýrlendi, og á það bæði við um byggið sem hann ræktar og grasuppskeruna. “Grunnvatnsstaðan hér á Mýrunum liggur hátt og í árferði eins og í sumar, þegar bæði var hlýtt og langvarandi þurrkar, þá spratt ágætlega hjá mér. Ég var t.d. með akur á mjög sendnu landi á Ökrum en þar spratt ekki síður vel í sumar, þrátt fyrir að maður hefði talsverðar áhyggjur af uppskerubresti framan af sumri.”

Unnsteinn ræktaði korn í sumar á 26 hekturum. Hann er bæði með tveggja og sex raða korn og eru afbrigðin sem hann ræktar af gerðinni Filippe og Arve. Hann þurrkar allt korn sjálfur og geymir síðan í fjörutía feta gámi og í stórsekkjum. Síðastliðinn sunnudag var Unnsteinn að þreskja korn og sagði þá að fyrsta uppseran frá liðinni viku hafi eftir þurrkun gefið sér 4,6 tonn af hektaranum sem hann taldi mjög gott.

 

Nánar er rætt við Unnstein í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is