Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 07:46

Kvöldverður til stuðnings brjóstakrabbameins rannsóknum

Ingibjörg Ingadóttir í Borgarnesi hefur ákveðið að gangast fyrir styrktarkvöldverði í Landnámssetrinu í Borgarnesi 18. september nk. vegna göngu sem farin verður til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Grískur andi mun svífa yfir vötnunum en matreiddur verður úrvals saltfiskur sem Byggðasafnið á Vestfjörðum hefur gefið Ingibjörgu til stuðnings verkefninu. Hægt verður að panta sér borð í Landnámssetrinu.

Ingibjörg sagði í samtali við Skessuhorn að hópur kvenna sem kallar sig einfaldlega „Göngum saman“ hefði gengið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í göngu sem fram fór í Bandaríkjunum. „Hópurinn samanstendur af konum, mæðrum, systrum og frænkum sem sjálfar hafa barist við krabbamein eða eiga góðar vinkonur sem hafa greinst með sjúkdóminn. Á síðasta ári fóru nokkrar konur frá Íslandi í þessa göngu en í ár ætla 23 konur. Gangan er 63 kílómetrar og tekur tvo daga. Við þurfum að greiða um 120 þúsund fyrir að taka þátt og rennur allt sem safnast á þennan hátt til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Hópurinn vill einnig láta gott af sér leiða hér á landi og ætlar að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um upphæð sem ekki verður lægri en það sem greitt verður fyrir gönguna úti. Við höfum verið að safna okkur fyrir þátttökugjaldinu á ýmsan hátt. Hluti af því er þessi gríski kvöldverður minn. Þótt málefnið sé grafalvarlegt þá verður ekki um neitt dapurt kvöld að ræða. Ásamt því að bjóða upp á góðan mat munu verða skemmtiatriði þannig að fólk ætti að eiga góða stund í Landsnámssetrinu næsta þriðjudagskvöld,“ sagði Ingibjörg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is