Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 08:23

Olíuskip sigla án lóðs um Hvalfjörð

Olíuskipum á leið til birgðastöðva olíufélaganna í Hvalfirði er ekki skylt að hafa hafnsögumann um borð. Töluvert hefur verið um siglingar með olíu og eldsneyti inn fjörðinn og olíufélögin hafa tilkynnt um að þau muni auka þær siglingar. Öll skip með hættulegan farm sem leggja að bryggju innan svæðis Faxaflóahafna þurfa að taka lóðs um borð, en olíuskipin sigla gegnum það svæði en leggja að bryggju innar í Hvalfirði. Því gilda reglur um hafnsöguskyldu ekki um þessar siglingar. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði í samtali við Skessuhorn að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af þessu og vildu breytingu þar á. Eðlilegt væri að engar undantekningar væru á kvöð um lóðs þegar menn sigldu með eldsneyti og það ætti að gilda um svæðið innar í Hvalfirði líkt og svæði Faxaflóahafna. Gísli sendi sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem fulltingis hennar var óskað í málinu.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar segir að sveitarstjórn deili áhyggjum af þessum siglingum. Þegar hefði verið samþykkt að fara í viðræður við ráðherra um málið um að reglum yrði breytt. „Við teljum það sjálfsagt að lóðs sé um borð í öllum skipum sem sigla með eldsneyti um Hvalfjörðinn. Breytt eingaraðild að Natóstöðinni í firðinum ýtir enn frekar undir breytingar í þá veru. Við munum óska þess við ráðhera að bragarbót verði gerð á þessu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is