Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 03:00

Fjölbrautaskóli Vesturlands 30 ára í dag

Í dag eru 30 ár síðan Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var settur í fyrsta sinn, en þá hét hann reyndar Fjölbrautaskólinn á Akranesi. Hörður Óskar Helgason skólameistari sagði í samtali við Skessuhorn að af því tilefni yrði ýmislegt gert til hátíðarbrigða. Veðrið hefði reyndar sett nokkuð strik í reikninginn, því hætta þurfti við útgrill og tónleika sem vera áttu í hádeginu vegna veðurs. Gera á aðra tilraun næsta miðvikudag. „Maður er orðinn svo vanur góðu veðri en nú er haustið komið með sínar lægðir. Við vonumst til betra veðurs eftir viku, annars verðum við bara að grípa til plans,“ segir Hörður. Þann 29. september verða haldnir afmælistónleikar þar sem gamlir og nýir nemendur skólans munu stíga á stokk. Skessuhorn óskar öllum nemendum og starfsfólki skólans, og raunar Vestlendingum öllum, til hamingju með daginn.

Það var sumarið 1977 sem gerður var samningur milli Akraneskaupstaðar og Menntamálaráðuneytisins um stofnun framhaldsskóla á Akranesi. Ólafur Ásgeirsson, núverandi þjóðskjalavörður, var fyrsti skólameistari og setti hann skólann í fyrsta sinn 12. september 1977. Á heimasíðu FVA kemur fram að fyrsta vetur skólans hafi verið þar um 180 nemendur í framhaldsnámi og jafnframt því annaðist skólinn kennslu í 7., 8. og 9. bekkjum grunnskóla. Níundi bekkur dvaldi lengst grunnskóladeildanna í Fjölbrautaskólanum eða til vorsins 1986.

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður formlega 6. febrúar 1987 og settur í fyrsta sinn þann sama dag. Þá tók gildi samningur 32 sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Áður en skólinn var stofnaður hafði verið víðtækt samstarf milli Fjölbrautaskólans á Akranesi, framhaldsdeilda grunnskóla á Vesturlandi og Héraðsskólans í Reykholti. Það samstarf hafði að leiðarljósi að samræma kennslu og námskröfur á milli skólanna. Samningurinn frá 1987 hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina m.a. vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla. Hann var endurnýjaður í janúar 1992 og síðan endurskoðaður á ný 1997 og undirritaður eftir þá endurskoðun í maí 1998. Sveitarfélögunum er standa að skólanum hefur fækkað vegna sameiningar úr 32 í 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is