14. september. 2007 11:10
Jóhanna Leópoldsdóttir opnar myndlistarsýningu í Hyrnutorgi í Borgarnesi í dag, föstudaginn 14. september kl. 14. Á sýningunni eru myndir unnar með vatnslit á pappír þar sem viðfangsefnið er Snæfellsjökull. Myndirnar eru málaðar í sumar og eru allar til sölu. Opnun sýningarinnar er frá ofangreindum tíma fram á kvöld og fram eftir degi á morgun, laugardag. Boðið er upp á hressingu. Jóhanna vonast sérstaklega til að sjá gamla vini og vinkonur, kunningja og samferðafólk frá þeim tíma sem hún bjó í Borgarfirði og á Vegamótum á Snæfellsnesi. Sýningin stendur út oktober og er opin á sama tíma og starfsemi fyrirtækja og þjónustuaðila í Hyrnutorgi. Sjá nánar á www.leopold.is/johanna