Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 01:14

Sparkvöllur í Laugargerði

Sveitastjórn Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að ganga til samstarfs við Borgarbyggð um að gera gervigrasvöll í Laugargerðisskóla. Málið hefur verið á dagskrá í nokkurn tíma en ekki var endanleg ákvörðun tekin fyrr en nú vegna þess að útboð í verkið voru mun hærri en fjárhagsáætlun Eyja- og Miklaholtshrepps gerði ráð fyrir. Skessuhorn hafði samband við Eggert Kjartansson, oddvita sem sagði aðspurður að samkomulag væri nú um ríflega 15 milljóna króna framkvæmd, en útboð í verkið hefði hljóðað upp á 21 milljón áður sem einfaldlega hefði verið of mikið fyrir hreppinn, því gert hefði verið ráð fyrir lægri tölum. Skiptingin á milli sveitarfélaganna er jöfn, þ.e. sjö og hálf milljón og hvort.

„Við höfum skorið niður í samráði við verktakann, Velverk í Kolbeinsstaðarhreppi, án þess að rýra gæði vallarins neitt. Það er fullur vilji fyrir þessari framkvæmd í báðum sveitarfélögunum. Verkið er nú komið á borð framkvæmdasviðs Borgarbyggðar og þar á bæ geta menn svarað því hvort klárað verði í haust eða farið af stað að hluta og völlurinn kláraður næsta haust.“

Jökull Helgason hjá framkvæmdasviði Borgarbyggðar sagði að nú væri verið að ræða við verktakann. „Við erum að athuga hvort ekki verður hægt að ganga í verkið og klára málið nú í haust, en þó er það ekki fast í hendi enn.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is