Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 11:05

Tólf mánaða gömul börn inn á Sólvelli

Í vor ákvað bæjarstjórn Grundarfjarðar að veita leikskólanum Sólvöllum heimild til þess að taka inn börn sem verða 12 mánaða gömul á árinu 2007 vegna skorts á dagmæðrum í Grundarfirði sem gæta barna á þeim aldri.  Í ágúst voru svo nokkur börn á þessum aldri tekin inn á leikskólann. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Sólvalla sagði í samtali við Skessuhorn að hægt hafi verið að taka inn þennan aldurshóp vegna þess að nægt rými var á leikskólanum. „Við megum hafa 70 börn hérna en núna eru 52 nemendur á tveimur deildum. Drengirnir eru 25 og stúlkunar 27. Það er óneitanlega meira álag á starfsfólkið að hafa svona ung börn en hinsvegar er afskaplega gaman og gefandi að vera með börn á þessum aldri og ánægjan víkur fyrir þreytunni. Alls starfa 14 manns á Sólvöllum og reynt er að flétta saman fjölbreyttum námssviðum, leik og daglegu lífi í skólanum,” segir Sigríður Herdís.

Á myndinni eru þrennir tvíburar sem eru í leikskólanum.

Anita Ósk, Andrea Ósk, Isabella Rut og Jón Arnar sem eru eins árs og síðan þær Þórunn Björg og Sonja Ósk sem eru að verða tveggja ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is