Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 11:05

Tólf mánaða gömul börn inn á Sólvelli

Í vor ákvað bæjarstjórn Grundarfjarðar að veita leikskólanum Sólvöllum heimild til þess að taka inn börn sem verða 12 mánaða gömul á árinu 2007 vegna skorts á dagmæðrum í Grundarfirði sem gæta barna á þeim aldri.  Í ágúst voru svo nokkur börn á þessum aldri tekin inn á leikskólann. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Sólvalla sagði í samtali við Skessuhorn að hægt hafi verið að taka inn þennan aldurshóp vegna þess að nægt rými var á leikskólanum. „Við megum hafa 70 börn hérna en núna eru 52 nemendur á tveimur deildum. Drengirnir eru 25 og stúlkunar 27. Það er óneitanlega meira álag á starfsfólkið að hafa svona ung börn en hinsvegar er afskaplega gaman og gefandi að vera með börn á þessum aldri og ánægjan víkur fyrir þreytunni. Alls starfa 14 manns á Sólvöllum og reynt er að flétta saman fjölbreyttum námssviðum, leik og daglegu lífi í skólanum,” segir Sigríður Herdís.

Á myndinni eru þrennir tvíburar sem eru í leikskólanum.

Anita Ósk, Andrea Ósk, Isabella Rut og Jón Arnar sem eru eins árs og síðan þær Þórunn Björg og Sonja Ósk sem eru að verða tveggja ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is