Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 03:45

Afurðaverð það sama um allt land

Sauðfjárslátrun er að komast á fullt skrið þessa dagana víðast um land. Sláturleyfishafar hafa birt verðskrá sína og er hún yfirleitt aðgengileg á netinu. Athygli vekur, þegar verðskráin er skoðuð, hve samræmd hún virðist vera. Sem dæmi má taka flokkinn R3 sem er algengasti flokkurinn, en tæplega 30% af kjöti lenti í honum við kjötmat sl. haust. Kílóverð sex stærstu sláturleyfishafanna í þessum flokki er sem hér segir: Norðlenska 356 krónur, SAH 357 krónur, SS 359 krónur, Sláturfélag Vopnfirðinga 359 krónur, KS 360 krónur og Fjallalamb 361 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er fimm krónur, eða um 1,5%. Ef meðalskrokkur er 15 kíló fást 5.340 krónur fyrir hann hjá Norðlenska og 5.415 hjá Fjallalambi. Þetta vekur upp spurningar hvort yfir höfuð ríki virk samkeppni á sláturmarkaðinum. Bændur hafa í það minnsta ekki mikið val til að hámarka það verð sem þeir fá fyrir afurðir sínar. Jafnlítill verðmunur leiðir ósjálfrátt hugann að olíufélögunum, en þar á bæ hafa menn verið óhræddir við að samræma verðskrár sínar eins og allir vita.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is