Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2007 03:45

Afurðaverð það sama um allt land

Sauðfjárslátrun er að komast á fullt skrið þessa dagana víðast um land. Sláturleyfishafar hafa birt verðskrá sína og er hún yfirleitt aðgengileg á netinu. Athygli vekur, þegar verðskráin er skoðuð, hve samræmd hún virðist vera. Sem dæmi má taka flokkinn R3 sem er algengasti flokkurinn, en tæplega 30% af kjöti lenti í honum við kjötmat sl. haust. Kílóverð sex stærstu sláturleyfishafanna í þessum flokki er sem hér segir: Norðlenska 356 krónur, SAH 357 krónur, SS 359 krónur, Sláturfélag Vopnfirðinga 359 krónur, KS 360 krónur og Fjallalamb 361 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er fimm krónur, eða um 1,5%. Ef meðalskrokkur er 15 kíló fást 5.340 krónur fyrir hann hjá Norðlenska og 5.415 hjá Fjallalambi. Þetta vekur upp spurningar hvort yfir höfuð ríki virk samkeppni á sláturmarkaðinum. Bændur hafa í það minnsta ekki mikið val til að hámarka það verð sem þeir fá fyrir afurðir sínar. Jafnlítill verðmunur leiðir ósjálfrátt hugann að olíufélögunum, en þar á bæ hafa menn verið óhræddir við að samræma verðskrár sínar eins og allir vita.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is