13. september. 2007 08:45
Í fyrradag voru opnuð tilboð í gatnagerð við Laufásveg í Stykkishólmi. Alls bárust þrjú tilboð sem búið er að yfirfara. Lægsta tilboð í verkið kom frá Palla Sig ehf., EB vélum ehf. og Stefáni Björgvinssyni kr. 10,675 milljónir, næstlægsta boð var frá BB og sonum kr. 11,111 milljónir en hæsta boð var frá Berglín ehf. kr. 13,075 milljónir. Kostnaðaráætlun fyrir verkið hljóðaði upp á 12.400.000 kr.