Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2007 05:18

Ríkisstjórnin ver 10,5 milljörðum í mótvægisaðgerðir

Ríkisstjórnin mun verja 10,5 milljörðum króna til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar þorskkvóta á næstu tveimur fiskveiðiárum, þar að auki verður veitt framlögum til vísindaverkefna sem ekki eru inni í þessari tölu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn var klukkan 16 í dag. Áhersla verður lögð á sveitarfélög, þar sem yfir 10% af vinnuafli eru í sjávarútvegi og þar sem hagvaxtar hefur ekki notið, þ.m.t. á Snæfellsnesi. Af þessu eru 6,5 milljarðar nýtt fjármagn sem ætlað er að styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir atvinnumissi. Þeir eiga einnig að koma til móts við fyrirtæki í sjávarútvegi og styðja sveitarfélögin í landinu vegna tekjusamdráttar. Auk þessa mun framkvæmdum fyrir ríflega fjóra milljarða verða flýtt á árunum 2008-10.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði það mat ríkisstjórnarinnar eftir að hafa ráðfært sig við Byggðastofnun og atvinnuþróunarstofnanir, að ekki sé líklegt að komi til fjöldaatvinnuleysis í sjávarútvegi á næstu mánuðum. Fyrirtæki muni forðast uppsagnir eins og hægt er og halda að sér höndum fram yfir áramót. Ráðherra sagði að fyrirtæki muni líklega halda skipum lengur í höfn að vori og taka lengri sumarstopp.

 

Sjá tillögur ríkisstjórnarinnar í heild sinni HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is