Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 11:33

HB Grandi flytur ekki á Skagann

HB Grandi mun ekki flytja starfsemi sína á Akranes líkt og tilkynnt var um fyrr í sumar. Fyrirtækið hefur gefið út tilkynningu um að stjórn Faxaflóahafna telji sig ekki getað komið upp hafnaraðstöðu á Akranesi innan þess tímaramma sem forsvarsmenn HB Granda óskuðu eftir. Fyrirhugaður flutningur sé því úr sögunni. Líkt og Skessuhorn greindi frá í ágúst óskuðu stjórnendur HB Granda eftir því að Faxaflóahafnir flýttu framkvæmdum við landfyllingu og hafnargerð á Akranesi. Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda sagði þá að gengi allt eftir væri hægt að hefja vinnslu í nýju húsi á Akranesi síðla árs 2009. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði þá að flutningur á Akranes félli vel að markmiðum hafnanna og taldi ekkert tæknilega séð því til fyrirstöðu að koma þessu á koppinn. Eitt af markmiðum með sameiningu nokkurra hafna í Faxaflóahafnir á sínum tíma var að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn.

 

Gísli sagði í samtali við Skessuhorn í ágúst að aðalatriðið fyrir Faxaflóahafnir sem hafnarfyrirtæki væri að tryggja að þau umsvif sem eru í fiskvinnslu og útgerð haldist innan starfsvæðis hafnarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að í útgerð og fiskvinnslu er það eitt öruggt að þar eru sífelldar breytingar. Við verðum að gera okkar besta til að mæta þeim og búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Gísli þá. Nú hefur Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna gefið það út að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að fyrirtækið geti flutt starfsemi sína á Akranes muni ekki nást innan tilsetts tíma. Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda er staddur erlendis og hefur ekki náðst í hann. Þá er Gísli Gíslason hafnarstjóri staddur á fundi á Ísafirði. Skessuhorn mun reyna að hafa upp á þeim og fá viðbrögð þeirra við þessum fréttum.

kóp

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is