Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 11:33

HB Grandi flytur ekki á Skagann

HB Grandi mun ekki flytja starfsemi sína á Akranes líkt og tilkynnt var um fyrr í sumar. Fyrirtækið hefur gefið út tilkynningu um að stjórn Faxaflóahafna telji sig ekki getað komið upp hafnaraðstöðu á Akranesi innan þess tímaramma sem forsvarsmenn HB Granda óskuðu eftir. Fyrirhugaður flutningur sé því úr sögunni. Líkt og Skessuhorn greindi frá í ágúst óskuðu stjórnendur HB Granda eftir því að Faxaflóahafnir flýttu framkvæmdum við landfyllingu og hafnargerð á Akranesi. Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda sagði þá að gengi allt eftir væri hægt að hefja vinnslu í nýju húsi á Akranesi síðla árs 2009. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði þá að flutningur á Akranes félli vel að markmiðum hafnanna og taldi ekkert tæknilega séð því til fyrirstöðu að koma þessu á koppinn. Eitt af markmiðum með sameiningu nokkurra hafna í Faxaflóahafnir á sínum tíma var að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn.

 

Gísli sagði í samtali við Skessuhorn í ágúst að aðalatriðið fyrir Faxaflóahafnir sem hafnarfyrirtæki væri að tryggja að þau umsvif sem eru í fiskvinnslu og útgerð haldist innan starfsvæðis hafnarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að í útgerð og fiskvinnslu er það eitt öruggt að þar eru sífelldar breytingar. Við verðum að gera okkar besta til að mæta þeim og búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Gísli þá. Nú hefur Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna gefið það út að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að fyrirtækið geti flutt starfsemi sína á Akranes muni ekki nást innan tilsetts tíma. Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda er staddur erlendis og hefur ekki náðst í hann. Þá er Gísli Gíslason hafnarstjóri staddur á fundi á Ísafirði. Skessuhorn mun reyna að hafa upp á þeim og fá viðbrögð þeirra við þessum fréttum.

kóp

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is