Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 02:13

Hress þrátt fyrir áfall í upphafi ferðar

Eins og kunnugt er lenti rúta með 54 konum og 4 körlum úr starfsliði Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi í aurskriðu í Kollafirðinum aðfararnótt gærdagsins. Tvær konur slösuðust lítilsháttar í óhappinu og varð önnur þeirra eftir á sjúkrahúsi, en hin fékk fararleyfi læknis áfram til Þýskalands. Skessuhorn sló á þráðinn í dag til Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Höfða, sem var á ferðalagi með hópnum sem þá var staddur í Koblens í Rínardalnum. “Það eru allir alveg ótrúlega brattir og staðráðnir í að njóta ferðarinnar þrátt fyrir að hún hafi byrjað illa. Fólkið tók þessu vel og það ber ekki á neinum áföllum svona eftirá meðal ferðalanganna, eins og búast hefði mátt við. Við vorum í dag að skoða stórglæsilegt hjúkrunar- og dvalarheimili hér í Koblens og njótum ferðarinnar. Við viljum skila bestu kveðjum heim og getum fullvissað alla um að allt er í stakasta lagi hjá okkur,” sagði Guðjón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is