Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2007 03:02

Þrjú ár skildu á milli hugmynda HB Granda og Faxaflóahafna

Þrjú ár skildu á milli óskar forsvarsmanna HB Granda um nýja höfn á Akranesi og það hvenær stjórn Faxaflóahafna taldi að höfnin gæti verið tilbúin. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda sagði í samtali við Skessuhorn að sjálfhætt hefði verið við flutning fyrirtækisins á Akranes vegna þeirra svara sem fengust frá Faxaflóahöfnum. Fyrirtækið hafi óskað eftir því að flýtt yrði framkvæmdum við hafnarlægi á Akranesi þannig að hægt væri að landa afla beint í hús, líkt og gert er í Reykjavík. Vonir forsvarsmanna þess stóðu til að hægt yrði að hefja vinnslu í nýju húsi árið 2009. Þar að auki óskaði stjórn fyrirtækisins eftir tilhliðran með þær lóðir sem fyrirtækið á í Reykjavík. „Þetta rakti sig nú nokkurn veginn sjálft. Við töldum okkar hugmyndir fara saman við hugmyndir forsvarsmanna Faxaflóahafna um að auka veg Akraness sem fiskihöfn.

Samkvæmt svari hafnarinnar telja menn þar á bæ sig ekki getað verið með hafnaraðstöðu tilbúna á Skaganum fyrr en árið 2012. Það er óásættanlegt fyrir okkur og við metum svör hafnarmanna þannig að það sé ekki tilefni til að halda áfram,“ segir Eggert. 

 

Þá segir hann að fyrirtækið hafi vonast eftir því að fá tilslakanir varðandi lóðir í Reykjavík. „Húsið þar fyllir alveg út í lóðina sem er tilsniðin að húsnæðinu. Við töldum eðlilegt að við fengjum að stækka lóðina þar en fengum afsvar þar um.“ Eggert segir að ekkert muni breytast í landvinnslu fyrirtækisins til skamms tíma. Vinnslu á ufsa verði skipt á milli Reykjavík og Akraness en karfinn verði unninn í Reykjavík. „Það er síðan bara úrvinnsluefni hvað verður í framtíðinni. Sú aðstaða sem er á Akranesi dugar alveg í þá starfsemi sem þar er nú, þannig að við þurfum ekki að reisa nýtt fiskiðjuver þar. Við erum klárlega ekki á leið á Akranes í því formi sem við lögðum til þann 10. ágúst og ólíklegt að það breytist þrátt fyrir að hafnaraðstaða verði bætt þar árið 2012. Maður á hins vegar aldrei að segja aldrei,“ segir Eggert að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is