15. september. 2007 04:11
Nemendur í 4. bekk KS í Grunnskóla Snæfellsbæjar fengu það verkefni að taka kartöflur upp úr matjurtagarði skólans á fallegum haustdegi fyrir skömmu. Uppskeran var mjög góð og mikið af fallegum kartöflum sem litu dagsins ljós. Matjurtagarður skólans er liður í umhverfisáætlun hans og hefur verið afar vinsælt verkefni hjá nemendum. Sáð var í garðinn í fyrsta sinn síðastliðið vor og framundan nú er að ganga frá garðinum fyrir veturinn, til að allt verði klárt fyrir niðursetningu næsta vor.