Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2007 09:35

Veðramót verður sýnd í Sögumiðstöðinni

Kvikmyndin Veðramót verður sýnd í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði í næstu viku og verða sýningar á fimmtudagskvöld til laugardagskvölds og hefjast klukkan 21. Veðramót fjallar um þrjá bjartsýna byltingarsinna sem fara norður í land og taka að sér stjórn á vistheimili fyrir vandræðaunglinga. Fljótlega uppgötva þeir að hugsjónirnar sem lagt var upp með dugðu ekki allsstaðar. Myndin fjallar á óvæginn hátt um sifjaspell, ofbeldi og mannshvörf og þau úrræði sem í boði voru fyrir fórnarlömb ofbeldis – allt fram til þessa dags. Það er Guðný Halldórsdóttir sem bæði leikstýrir kvikmyndinni og skrifaði handrit hennar. Sagan er að vissu leyti byggð á för Guðnýjar til Breiðavíkur, þar sem hún vann ásamt kærasta sínum árið 1974.

Upptökur á myndinni fórum fram á Snæfellsnesi, í Reykjavík og Kaupmannahöfn haustið 2006 og veturinn 2007. Tónlistin í myndinni var í höndum Ragnhildar Gísladóttur.  En textagerð var í höndum Valgeirs Guðjónssonar. Um söng sjá Hilmir Snær Guðnason, Ragnhildur Gísladóttir & Bryndís Jakobsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is