16. september. 2007 09:35
Kvikmyndin Veðramót verður sýnd í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði í næstu viku og verða sýningar á fimmtudagskvöld til laugardagskvölds og hefjast klukkan 21. Veðramót fjallar um þrjá bjartsýna byltingarsinna sem fara norður í land og taka að sér stjórn á vistheimili fyrir vandræðaunglinga. Fljótlega uppgötva þeir að hugsjónirnar sem lagt var upp með dugðu ekki allsstaðar. Myndin fjallar á óvæginn hátt um sifjaspell, ofbeldi og mannshvörf og þau úrræði sem í boði voru fyrir fórnarlömb ofbeldis – allt fram til þessa dags. Það er Guðný Halldórsdóttir sem bæði leikstýrir kvikmyndinni og skrifaði handrit hennar. Sagan er að vissu leyti byggð á för Guðnýjar til Breiðavíkur, þar sem hún vann ásamt kærasta sínum árið 1974.
Upptökur á myndinni fórum fram á Snæfellsnesi, í Reykjavík og Kaupmannahöfn haustið 2006 og veturinn 2007. Tónlistin í myndinni var í höndum Ragnhildar Gísladóttur. En textagerð var í höndum Valgeirs Guðjónssonar. Um söng sjá Hilmir Snær Guðnason, Ragnhildur Gísladóttir & Bryndís Jakobsdóttir.