Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2007 02:00

Aurskriða í Gilsfirði

Á fimmtudaginn barst Vegagerðinni tilkynning um aurskriðu sem fallið hafði á veginn við Moldhóla í Gilsfirði. Enginn var á ferð þegar skriðan féll þannig að ekki urðu slys á fólki, en vegfarandi tilkynnti um skriðuna. Sæmundur Kristjánsson hjá Vegagerðinni í Búðardal sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hefði verið mikil skriða. „Hún var tólf til 15 metrar á breidd og á veginum var um metersþykkt lag og mikið af stórgrýti. Það hafði verið óhemju mikið vatnsveður þarna og los á miklu efni og skriðan fór vel yfir veginn og alveg niður í sjó, þannig að þetta hefur verið mikið flóð.“

 

Sæmundur segir að betur hafi farið en á horfðist því byggðarlínan sem liggur þarna um svæðið hafi sloppið. Skriðan hafi staðnæmst rétt við eitt mastrið í línunni. Vegagerðin brást skjótt við og opnaði veginn fyrir umferð þannig að hann er nú fólksbílafær. Nú í vikunni verður lokið við hreinsun og mokað úr vatnsrás.

 

Ljósmyndina tók Gunnar Bender.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is