Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2007 02:00

Aurskriða í Gilsfirði

Á fimmtudaginn barst Vegagerðinni tilkynning um aurskriðu sem fallið hafði á veginn við Moldhóla í Gilsfirði. Enginn var á ferð þegar skriðan féll þannig að ekki urðu slys á fólki, en vegfarandi tilkynnti um skriðuna. Sæmundur Kristjánsson hjá Vegagerðinni í Búðardal sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hefði verið mikil skriða. „Hún var tólf til 15 metrar á breidd og á veginum var um metersþykkt lag og mikið af stórgrýti. Það hafði verið óhemju mikið vatnsveður þarna og los á miklu efni og skriðan fór vel yfir veginn og alveg niður í sjó, þannig að þetta hefur verið mikið flóð.“

 

Sæmundur segir að betur hafi farið en á horfðist því byggðarlínan sem liggur þarna um svæðið hafi sloppið. Skriðan hafi staðnæmst rétt við eitt mastrið í línunni. Vegagerðin brást skjótt við og opnaði veginn fyrir umferð þannig að hann er nú fólksbílafær. Nú í vikunni verður lokið við hreinsun og mokað úr vatnsrás.

 

Ljósmyndina tók Gunnar Bender.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is