18. september. 2007 07:52
Um síðustu mánaðarmót voru tilboð opnuð í endurlögn á 2,74 kílómetra löngum kafla Skorradalsvegar á milli Grundar og Hvamms. Áætlaður verktakakostnaður var ríflega 34,8 milljónir og átti Þróttur ehf. á Akranesi lægsta tilboðið 35,9 milljónir. Borgarverk ehf í Borgarnesi átti næstlægsta tilboðið upp á 38 milljónir og Klæðning ehf í Hafnarfirði bauð 39 milljónir. Verkinu er skipt í tvo áfanga og skal þeim fyrri verða lokið eigi síðar en 30. nóvember 2007. Verkinu skal að fullu verða lokið eigi síðar en 15. júlí 2008.