Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2007 09:17

Ingubikarinn afhentur í fyrsta sinn

Síðastliðinn föstudag var Ingubikarinn afhentur í fyrsta skipti. Bikarinn er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur fyrrum sundmann Sundfélags Akraness en Ingunn, eða Inga eins og hún var alltaf kölluð, lést árið 2003. Áður en bikarinn var afhentur fór Ragnheiður Runólfsdóttir yfir feril Ingu hjá Sundfélagi Akraness og sagði meðal annars að dugnaður, eljusemi og góð kímnigáfa hefði verið aðalsmerki hennar. Inga hefði verið góður sundmaður sem vann til margra verðlauna á sínum ferli og verið hluti af einu sterkasta sundliði sem komið hefur frá Akranesi. Það lið varð m.a. bikarmeistari, sem er stærsti titill sem sundlið á Íslandi getur unnið.

Inga átti um árabil Akranesmet í 50 metra bringusundi 12 ára og yngri og því var ákveðið að bikarinn skyldi veittur þeim sundmanni 12 ára og yngri sem hefur náð bestum árangri í bringusundi á sundárinu. Það var vel við hæfi að Kristinn Gauti Gunnarsson hlyti bikarinn að þessu sinni en hann hefur verið ósigrandi í bringusundi á árinu og er um þessar mundir sterkasti bringusundsmaður Íslands í sveinaflokki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is