Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2007 12:06

Öldungurinn Bræðrapartur fluttur á Suðurgötuna

Sigurpáll Helgi Torfason og Ole Jakop Volden standa í stórræðum þessa dagana, en þeir fluttu húsið Bræðrapart sem áður stóð á Breiðinni á Akranesi innar í bæinn að Suðurgötu 20 í gær. Bræðrapartur er nokkuð sögufræg jörð en þar eru heimildir fyrir byggð síðan 1706 en byggð lagðist af á Breiðinni í Básendaflóðinu 1798-1799. Árið 1824 var byggður torfbær þar en eftir að hann hafði lokið hlutverki sínu var byggt þar fyrsta steinhúsið á Akranesi af Þorsteini Sveinssyni árið 1864. Steinbærinn stóð til 1908. Þá reif Jón Gunnlaugsson húsið og byggði sér tréhús sem stóð á Breiðinni til 17. september 2007 þegar þeir Ole Jakop og Sigurpáll fluttu það á Suðurgötuna. Nánar verður fjallað um sögu hússins og flutning þess á nýjan stað í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is