Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2007 12:06

Öldungurinn Bræðrapartur fluttur á Suðurgötuna

Sigurpáll Helgi Torfason og Ole Jakop Volden standa í stórræðum þessa dagana, en þeir fluttu húsið Bræðrapart sem áður stóð á Breiðinni á Akranesi innar í bæinn að Suðurgötu 20 í gær. Bræðrapartur er nokkuð sögufræg jörð en þar eru heimildir fyrir byggð síðan 1706 en byggð lagðist af á Breiðinni í Básendaflóðinu 1798-1799. Árið 1824 var byggður torfbær þar en eftir að hann hafði lokið hlutverki sínu var byggt þar fyrsta steinhúsið á Akranesi af Þorsteini Sveinssyni árið 1864. Steinbærinn stóð til 1908. Þá reif Jón Gunnlaugsson húsið og byggði sér tréhús sem stóð á Breiðinni til 17. september 2007 þegar þeir Ole Jakop og Sigurpáll fluttu það á Suðurgötuna. Nánar verður fjallað um sögu hússins og flutning þess á nýjan stað í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is