Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2007 03:12

Furðuleg fluga á Akranesi

Oddi Bjarnasyni í gróðrarstöðinni Borgarprýði brá nokkuð í brún þegar hann skoðaði nánar fluguna sem hann hafði fangað fyrir skemmstu. Í ljós kom um 30 mm. löng fluga, svört með gulan afturenda og tvo brodda, annan gulan um 5 mm. að lengd og hinn svartan um 10-12 mm. að lengd. „Ég hefði kramið hana ef ég hefði séð að hún var með tvo brodda,“ segir Oddur og hlær. „Ég sá það hins vegar ekki fyrr en ég var búin að fanga hana og mér brá nokkuð. Ég sá hana sveima í stöðinni hjá mér og vildi fanga hana til að skoða hana aðeins nánar. Í ljós kom fluga af tegund sem ég hafði aldrei séð.“

Oddur fór með fluguna í greiningu til skordýrafræðings og í ljós kom að um hættulausa trjávespu var að ræða. Þessi tegund lifir ekki hér á landi en hún berst hingað með timbri sem flutt er inn. „Stóri svarti broddurinn er bor og hún borar sig inn í trjástofn og verpir eggjum. Þau geta borist um allan heim inni í stofnunum. Þar sem ég er hér mitt á milli Húsasmiðjunnar og Byko er kannski ekki óeðlilegt að hún skuli hafa leitað til mín.“

 

Ekki er talið að trjávespur geti lifað af á Íslandi en þó gæti það breyst með aukinni skógrækt. Flugan er meinlaus sé hún látin í friði, líkt og er með svo mörg önnur skordýr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is