Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2007 03:36

Frekari sameining hafna

Kristján L. Möller samönguráðherra telur að sterk hafnasamlög eða sameignarfyrirtæki sveitarfélaga um rekstur hafna séu æskileg þar sem unnt er að koma því við. Þetta kom fram í ræðu hans á fundi Hafnarsambands Íslands á föstudaginn. Í ávarpi sínu sagði hann meðal annars að hafnir landsins væru þýðingarmikill hluti af samgöngukerfinu, lífæð og tenging við önnur byggðarlög. Þá sagði hann hafnirnar nú ganga gegnum mikið breytingaskeið, þær hefðu verið sameinaðar á nokkrum stöðum og ljóst væri að sú yrði raunin víðar. Ráðherra sagði að samdráttur í fiskveiðiheimildum á nýbyrjuðu fiskveiðiári mundi hafa áhrif á tekjur sveitarfélaga víða um land og þar með hafna. Við því yrði brugðist með framlagi úr ríkissjóði. Næstu þrjú ár yrði 750 milljónum varið til að þess að mæta tekjutapi sveitarfélaga annars vegar af lækkuðum útsvarstekjum vegna samdráttar í atvinnu og umsvifum og hins vegar vegna samdráttar í tekjum af löndunargjöldum.

 

Ráðherra sagði að kvótasamdráttur gæti haft áhrif á getu hafna til að ráðast í framkvæmdir en samkvæmt gildandi hafnalögum geta þær sótt um styrki til að fjármagna hlutdeild í ákveðnum framkvæmdum. Ný ákvæði um styrki við hafnarframkvæmdir sveitarfélaga eiga að taka gildi 1. janúar 2009. Þá sagði ráðherra:

 

Að óbreyttu mun það að líkindum leiða til þess að sveitarfélög, sem þegar hafa fengið heimildir til framkvæmda á grundvelli eldri styrkjareglna í samgönguáætlun, munu ráðast í þessar framkvæmdir á næsta ári, burtséð frá tekjusamdrætti vegna skertra veiðiheimilda, til þess að missa ekki af þeim betri styrkjum sem fólust í eldra kerfinu.

 

Ríkisstjórnin taldi því rétt að heimila sveitarfélögum, sem þess óska, að fresta tímabundið hafnarframkvæmdum sem þegar eru á samgönguáætlun samkvæmt eldri styrkjareglum. Lagafrumvarp vegna þessara breytinga er nú í undirbúningi og verður þar gert ráð fyrir að breytingar á styrkjakerfinu gangi ekki í gildi fyrr en í ársbyrjun 2011.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is