18. september. 2007 09:26
Betur fór en á horfðist í vikunni sem leið þegar ökumaður bíls á suðurleið undir Hafnarfjalli sofnaði undir stýri. Farþegi í bílnum var einnig sofandi. Fólkið vaknaði síðan við að bifreið þess var komin útaf veginum. Bíllinn stöðvaðist ekki strax, heldur hélt áfram nokkurn spöl í vegkantinum þar til hann lendir á grjóti og fór í loftköstum inn á bifreiðastæði sem þarna er við upplýsingaskilti. Þar stöðvast för bílsins rétt við hlið annars bíls. Svo sérkennilega vildi til að ökumaður þess bíls var einnig sofandi. Sá hafði fundið til syfju en valið skynsamlegu leiðina, ekið inn á stæði og lagt sig. Ekki urðu slys á fólki.