Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2007 10:24

Vilja ekki að skólabíll stoppi við þjóðveg eitt

Íbúar í Borgarnesi hafa lagt á það áherslu að breyta þyrfti stoppistöð fyrir skólabílinn sem ekur í Borgarnesi þannig að ekki sé verið að taka upp nemendur við þjóðveg nr. 1. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt í framhaldi af því að fela framvæmdasviði sveitarfélagsins að skoða hvort hægt sé að breyta akstursleiðum skólabílsins til að auka umferðaröryggi. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að foreldrar hefðu óskað eftir að þetta mál yrði skoðað. „Eins og við vitum er mikil umferð í svokallaðri Sandvík og þar fara börn í og úr skólabíl á hverjum degi. Því hefur framkvæmdasviði verið falið að skoða hvort einhverjar leiðir væru þarna til úrbóta.

Meðal annars á að athuga hvort hægt væri að láta skólabílinn aka eftir Borgarvík og opna þar leið í endann, sem aðeins yrði fyrir skólabílinn. Með því móti væri hægt að færa stoppistöðina sem er við þjóðveg 1 inn í íbúðargötu. En framkvæmdasviðið mun skoða þetta í samráði við skólastjórendur og fræðslunefnd og niðurstöður liggja fljótlega fyrir,“ sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is