Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2007 10:24

Vilja ekki að skólabíll stoppi við þjóðveg eitt

Íbúar í Borgarnesi hafa lagt á það áherslu að breyta þyrfti stoppistöð fyrir skólabílinn sem ekur í Borgarnesi þannig að ekki sé verið að taka upp nemendur við þjóðveg nr. 1. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt í framhaldi af því að fela framvæmdasviði sveitarfélagsins að skoða hvort hægt sé að breyta akstursleiðum skólabílsins til að auka umferðaröryggi. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að foreldrar hefðu óskað eftir að þetta mál yrði skoðað. „Eins og við vitum er mikil umferð í svokallaðri Sandvík og þar fara börn í og úr skólabíl á hverjum degi. Því hefur framkvæmdasviði verið falið að skoða hvort einhverjar leiðir væru þarna til úrbóta.

Meðal annars á að athuga hvort hægt væri að láta skólabílinn aka eftir Borgarvík og opna þar leið í endann, sem aðeins yrði fyrir skólabílinn. Með því móti væri hægt að færa stoppistöðina sem er við þjóðveg 1 inn í íbúðargötu. En framkvæmdasviðið mun skoða þetta í samráði við skólastjórendur og fræðslunefnd og niðurstöður liggja fljótlega fyrir,“ sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is