20. september. 2007 08:16
Ólöf Erla Bjarnadóttir og Kristín Erla Sigurðardóttir munu opna sýninguna “Tímaleikir” í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugardaginn 22. september kl. 15:00. Sýningin er önnur í röð sýninga sem þær mæðgur halda á Vesturlandi haustið 2007. Ólöf Erla og Kristín Erla bjuggu lengi í Borgarfirði eða frá 1985 til 1999. Viðfangsefni sýningarinnar tengjast náttúru og þjóðsögum Vesturlands í bland við minningar úr Borgarfirði. Verkin eru úr postulíni og skreytt með jarðleir frá Vesturlandi, auk annarra efna. Sýningin er opin alla virka daga frá kl 15.00 – 18.00.
Síðast sýningardagur er 7. október.