Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2007 10:07

Grundfirðingar reiðir og funda með þingmönnum kjördæmisins

Að ósk bæjarstjórnar Grundarfjarðar munu þingmenn Norðvesturkjördæmis koma til fundar við bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar um mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingar á morgun. Í Grundarfirði telja menn að byggðarlagið hafi verið haft útundan í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri var harðorður í garð ríkistjórnarinnar þegar Skessuhorn bar þær undir hann í liðinni viku. „Þessar aðgerðir snerta Grundarfjörð alls ekki neitt,“ segir Guðmundur. „Við lögðum fram tillögur á breiðu sviði en það var ekkert hlustað á okkur og sitjum við því alveg einir eftir,” bætir hann við. „Við krefjumst svara frá þingmönnum okkar og höfum við beðið um fund með þeim. Kannski er eitthvað óframkomið sem við vitum ekki af, en það er með ólíkindum hvernig var gengið fram hjá okkur hér í Grundarfirði.“

 

Guðmundur segir að fyrir utan sveitarfélagið sjálft sé ekki minnst á sjómenn, fiskvinnslufólk og útgerðarfélög í áætlunum ríkisstjórnarinnar. „Þessar aðgerðir eru mjög þokukenndar, jú, það er verið að bjóða fólki menntun sem er að vísu gott en fólkið lifir ekki á því að sækja námskeið og ég bara spyr hvað á að gera við þetta fólk? Maður spyr sig einnig af hverju var Grundarfjörður hafður útundan, hvað þurfum við að gera til að fá athygli þessara manna? Þessi niðurskurður á þorskkvóta er gífurleg tekjuskerðing fyrir bæjarfélagið í heild sinni,“ segir Guðmundur að lokum.

 

Fundurinn verður haldinn á morgun klukkan 9 í Hótel Hamri í Borgarbyggð. Fundarstaðurinn er valinn vegna þess að þar verður aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn og hefst hann klukkan 10. Þar verður einnig fjallað um kvótaskerðinguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is