20. september. 2007 10:29
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögu þess efnis að ráðinn verði markaðfulltrúi fyrir Grundarfjarðarbæ. Gert er ráð fyrir að að starfið verði eitt stöðugildi og verkefnið standi yfir í 18 mánuði með möguleika á framlengingu eftir mat á árangri. Minnihluti L listans fagnaði þessari tillögu um stefnumótun í markaðssetningu og ráðningu markaðsfulltrúa sem fulltrúi L-listann, Johanna Van Scalkwyk lagði fram. Fulltrúar D lista í bæjarstórn studdu tillöguna. Í tillögunni segir m.a. að að öflugt átak í ímyndar- og markaðsmálum sé löngu tímabært og í könnunum sem gerðar hafi verið hafi ímynd Grundarfjarðar ekki komið nægjanlega vel út.